ESB hefur tæmt möguleika sína til að „refsa“ Rússlandi

Utanríkiskommissjóner ESB, Josep Borrell. Mynd © European Union 2022– Source: EP CC-4.0

Valdaelíta ESB hefur nánast tæmt alla möguleika sem í boði eru til að refsa Rússlandi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB „viðurkennir“ þetta í viðtali við EURACTIV. Eftir stendur að halda áfram efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu, að sögn Borrell. Og að reyna að stela rússneskum eignum. Núna kemur það fram, að Rússar eigi gífurlegan herforða og geti haldið stríðinu áfram í a.m.k. tvö ár í viðbót með sama krafti.

Samsvarandi 20 þúsund milljörðum ísl. kr. dælt í Úkraínu á einu ári

Vesturveldin hafa sent um 20 þúsund milljarða íslenskra króna í efnahags- og hernaðarstuðning til Úkraínu. Á einu ári. Engu að síður hefur Rússland haldið áfram að sækja fram. ESB hefur kynnt tíu refsiaðgerðapakka gegn Rússlandi, en það hefur bitnað mest á Evrópu. Rússland hefur bara selt náttúruauðlindir sínar til annarra landa. Rússneska hagkerfið gengur jafnvel betur EFTIR refsiaðgerðirnar, að sögn ESB-þingmannsins Guy Verhofstadt. Að sögn utanríkismálastjóra ESB, Josep Borrell, er ekki mikið meira hægt að gera núna. Hann segir í viðtali við EURACTIV:

„Það er ekki mikið meira hægt að gera frá sjónarhóli refsiaðgerða, en við getum haldið áfram að auka efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning.“

ESB komið á endastöð

Á einu ári hefur verið reynt að skaða Rússland í mörgum skrefum. En það hefur varla virkað. Borell segir, að það væri skrítið ef það væru einhverjir valkostir eins og málum er nú háttað. Hann „játar“ í viðtalinu „að við erum að nálgast endastöð.“ Áfram verður reynt að finna lagalegar glufur til að geta lagt hald á rússneskar eignir og notað þær til að „endurbyggja“ Úkraínu.

Á sama tíma tilkynnir leyniþjónusta hersins í Litháen, að Rússar hafi nægt fjármagn til að halda stríðinu gangandi í Úkraínu í tvö ár í viðbót með núverandi styrk, segir í frétt Reuters. Með þeim auðlindum sem Rússland á sjálft. Rússar eiga gríðarlegan varasjóð að bakhjarli. Samkvæmt litháísku leyniþjónustunni hafa refsiaðgerðirnar ekki skaðað getu Rússa til að fjármagna her sinn. Með hjálp annarra ríkja, eins og Írans og Norður-Kóreu, gætu Rússland haldið áfram í enn lengri tíma. Svo virðist sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi, þvert á fyrri fullyrðingar vestrænna fjölmiðla, verið búinn að búa sig undir þetta í langan tíma.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila