ESB krefst harðari aðgerða gegn tjáningarfrelsinu – til að „vernda tjáningarfrelsið“

Vera Jourova, varaforseti ESB, segir það nauðsynlegt að „vernda fólk gegn falsupplýsingum“ (mynd skjáskot YouTube).

„Traust á Twitter hefur minnkað síðan Elon Musk tók við fyrirtækinu“ segir Vera Jourova, leiðtogi ESB við Euronews. Hún treystir því ekki, að samfélagsmiðillinn fylgi ströngum reglum ESB gegn „falsupplýsingum“ og öðrum óhagstæðum skoðunum, sem að mati ESB ógna samfélaginu. Og ef það gerist ekki mun ESB setja refsiaðgerðir gegn Twitter.

Á fundi glóbalistanna í Davos krafðist Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB og kommissjóner í gildum og hreinskilni, skýrrar reglugerðar um það sem má segja á netinu.

Tjáningarfrelsið verður að skerða ….. til að vernda tjáningarfrelsið!

Vera Jourova sagði um Twitter að „tími villta vestursins er liðinn.“ Sjálf heldur hún ekki, að Elon Musk sé á sömu nótum og valdaelíta ESB. Fyrir yfirtöku Musks á Twitter „ríkti samsýn.“ Meðal annars var samband við „félagsfræðinga“ tengdum miðlinum, svo hægt væri að „verja samfélagið fyrir meintum hættulegum tjáningum.“ En efast um það núna, hvort sams konar leit að hættulegum skoðunum haldi áfram:

„Eftir að Musk tók yfir Twitter með „tjáningarfrelsis-alræði“ sínu… hmmm….við erum líka verndarar tjáningarfrelsisins. En samtímis getum við ekki samþykkt til dæmis ólöglegt efni á netinu o.s.frv. Skilaboð okkar eru því skýr: við höfum reglurnar og eftir þeim verður að fara annars verða refsingum beitt.“

Samkvæmt Euronews hefur ESB búið til röð nýrra laga varðandi internetið meðal annars til að „vernda“ fólk fyrir „falsupplýsingum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila