ESB krefst þess að Svíar „grípi til aðgerða“ gegn tjáningarfrelsinu

Svíar þurfa að skoða betur Kóranbrennuna fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi og hugsanlega „gera ráðstafanir“ segir framkvæmdastjórn ESB á blaðamannafundi sem svar við beinni spurningu um atvikið. Framkvæmdastjórn ESB er einn af „gagnrýnendum“ fullkomlega löglegrar Kóranbrennu.

Kóranbrenna dansk-sænska lögfræðingsins Rasmus Paludan í Stokkhólmi hefur vakið athygli og mótmæli víða um heim. Það er ekki ólöglegt að brenna Kóraninn í Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar benti á þá staðreynd í morgunþætti sænska sjónvarpsins SVT:

„Þetta eru löglegir hlutir sem eiga að vera löglegir en allt sem er löglegt þarf maður ekki endilega að vera sammála.“

Á blaðamannafundi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins benti blaðamaður á, að múslímar líta á atvikið sem „hatursglæp en ekki tjáningu á málfrelsi eins og sænsk yfirvöld halda fram.“ Johannes Bahrke, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar sagði:

„Já, okkur er kunnugt um atvikið. Okkur er líka kunnugt um viðbrögð sænskra yfirvalda. Það kunna að verða gerðar ráðstafanir einnig af okkar hálfu.“

„Svona hlutur samsvarar ekki þeim gildum sem ESB byggir á. Við höfum áður sagt að rasismi, útlendingahatur, hatur byggt á trúarbrögðum, kynþætti eða húðlit eigi ekki heima í Evrópusambandinu. En þetta er atburður sem sænsk yfirvöld verða að rannsaka og gera ráðstafanir gegn, ef við á.“

Framkvæmdastjórn ESB hefur skipað sér í hóp þeirra sem gagnrýna löglegu mótmælin, að sögn DN. Blaðið skrifar:

„Kóranbrenna Rasmus Paludan við tyrkneska sendiráðið á laugardaginn hefur verið fordæmd af fulltrúum margra arabaríkja. Núna bætist framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í hóp gagnrýnenda.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila