Site icon Útvarp Saga

ESB styður Tyrkland áfram, þrátt fyrir opnun landamæra – Ný tilraun með ”skyldusamstöðu” aðildarríkja ESB

Ylva Johansson

Á blaðamannafundi í gær í Brussel sagði Ylva Johansson ”innanríkiskomissjóner ESB að ESB stæði við flóttamannasamninginn við Tyrkland og það væri mikilvægt að ESB styddi Tyrkland með 1,6 milljónum flóttamanna.“ Sagðist hún líta á stuðning aðildarríkja við Grikkland til að stöðva hælisleitendur við landamærin sem ”jákvæðan möguleika fyrir ESB að þrýsta enn á ný með skyldur aðildarríkja að taka á móti kvótaflóttamönnum.” 

Þetta þýðir að skipta á hælisleitendum sjálfkrafa á milli aðildarríkjanna þegar við landamærin skv. ”skuldbundinni samstöðu” (mandatory solidarity).


Fjöldi aðildarríkja eins og Ungverjaland, Pólland ásamt fleirum neita að taka við kvótaflóttamönnum og er ESB í eilífri flóttamannakreppu vegna þess að engin samstaða er um stefnu sambandsins í málefnum innflytjenda.

Ylva Johansson fv. ráðherra í kratastjórn Svíþjóðar, sem í dag er ”innanríkiskommissjóner” Evrópusambandsins, vill hins vegar halda áfram þeirri misheppnuðu stefnu ESB að þvinga aðildarríkin með ”skyldusamstöðu” til að taka á móti hælisleitendum sem koma til Grikklands

Meiningin er þá að sjálfkrafa skipta upp hælisleitendum við landamærin á milli aðildarríkjanna og senda þá áfram til viðkomandi aðildarríkis.


”Það hefur ekki komið nein fyrirspurn frá Grikklandi enn þá en hún getur komið og þá tökum við upp málið með aðildarríkjunum.”Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla