ESB tekur upp öfgafulla loftslagsstefnu með 62% „losun“ fyrir 2030 og notar sem ástæðu til að stórauka skatta á fyrirtækin

Evrópuþingið greiddi með miklum meirihluta atkvæða í gær um umbætur, sem eiga að draga úr „losun“ um 62% fram til ársins 2030. „Í dag skrifum við loftslagssögu“ hreykir Græningjaflokkurinn sér af. Minnka á framboð á koltvísýringsleyfum hraðar en áætlað var og nú verður útgerðin einnig sett á koltvísýringsmarkaðinn.

Á þriðjudag samþykkti ESB-þingið umbætur á kerfi ESB fyrir svokölluð viðskipti með losunarheimildir. Nýju reglurnar voru samþykktar með 413 atkvæðum gegn 167 og 57 sátu hjá. Umbæturnar eru hluti af „55% pakka“ ESB, þ.e. áætlun ESB um að minnka meinta losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55% til ársins 2030 miðað við árið 1990. Að sögn Græningja snýst þetta alfarið um „mikilvægasta hluta loftslagspakka ESB.“ ESB-þingið skrifar í fréttatilkynningu:

„Með umbótunum er metnaður viðskiptakerfisins með losunarheimildir aukinn vegna þess að núna á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 62% til ársins 2030 miðað við það sem var árið 2005.“

Stóraukinn kolefnisskattur og fleiri skattaðir en áður

Búist er við að auknum kostnaði vegna meintrar mengunar í Evrópu á næstu árum og þannig verði dregið hraðar úr „losun koltvísýrings.“ ESB-þingið segir á heimasíðu sinni, að með í lögunum sé einnig „félagslegur loftslagssjóður“ sem eigi að tryggja að „loftslagsbreytingin verði sanngjörn og félagslega án aðgreiningar.“ Þeir sem ættu að geta notið góðs af þessum sjóði eru viðkvæm heimili, lítil fyrirtæki og samgöngunotendur, sem verða sérstaklega fyrir barðinu á „orku- og hreyfanleikafátækt.“ Jafnframt verða ókeypis losunarheimildir til fyrirtækja lagðar niður á árunum 2026-2034. Jakop Dalunde, ESB-þingmaður Græningja segir í fréttatilkynningu:

„Í dag skrifum við loftslagssögu. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa tekið þátt í samningaviðræðum um uppfærslu á viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Við höfum þegar skýrar sannanir fyrir því, að viðskipti með losunarheimildir hafi dregið úr losun jarðefna í ESB. Núna nýtum við mikilvægasta loftslagstæki ESB til fulls innan flugs, siglinga og landflutninga. Þetta er grænn sigur.“

Koltvísýringur er nauðsynleg lofttegund fyrir gróðurinn

Núna vantar bara samþykkt Evrópuráðsins svo aukni skatturinn fari formlega í gegn. Loftslagsdómsdagsmenn hafa lengi litið á koltvísýring sem skaðlega „losun“ mengunarefnis. Í raun er um lífsnauðsynlega lofttegund að ræða. Koltvísýringur skapar aukinn gróður. Plöntur þurfa koltvísýring fyrir ljóstillífun sína. Hann er því hluti orkukeðjunnar. Á heimasíðu Uppsala háskóla má m.a. lesa:

„Með ferlinu sem við köllum ljóstillífun geta grænu plönturnar notað sólarorku til að umbreyta vatni og koltvísýringi í orkuríka næringu sem þær þurfa til að lifa.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila