Site icon Útvarp Saga

ESB-toppar vilja stöðva allar fjárgreiðslur til Ungverjalands og Póllands

Katarina Barley varaforseti ESB-þingsins er í stríðshug gegn Ungverjalandi og Póllandi og krefst tafarlausrar stöðvunar á lögbundnum fjárgreiðslum ESB til landanna (©James Rea, Dreamstime).

Varaforseti ESB-þingsins, þýski sósíaldemókratinn Katarína Barley, krefst þess að allar fjárgreiðlsur ESB verði tafarlaust stöðvaðar til Ungverjalands og Póllands, þar til annað verður ákveðið. Frá þessu greinir Junge Freiheit.

Katarina Barley segir við þýska fjölmiðla, að „Framkvæmdastjórnin verður tafarlaust að grípa til aðgerða og stöðva fjárgreiðslur sérstaklega til Ungverjalands og einnig til Póllands. Framkvæmdastjórnin á enga undankomuleið að reyna að tala sig út úr vandanum.“

Samkvæmt varaforseta ESB-þingsins eru bæði miðevrópsku löndin dæmi um allt stærri „lýðræðisleg vangjöld. Það er ekki lengur hægt að tala um lýðræðislegar aðstæður í Ungverjaldandi“ samkvæmt Katarina Barley.

Sem dæmi nefnir hún, að Ungverjaland hefur nýlega sett lög gegn barnaníðingum, þar sem samkynhneigðum og transfólk verður ekki leyft að vera með fræðslu um kynferðisleg mál beint til barna. Þessi barnaverndarlög hafa reitt frjálslynda í vestri til mikillar reiði.

ESB ákvað í fyrri viku að hefja formlegar lagalegar aðgerðir gegn Ungverjalandi og Póllandi vegna meðhöndlun landanna á kynferðisfræðslu. Í Póllandi hafa m.a. svæði verið innleidd sem HBTQ-fólk er óheimill aðgangur s.k. HBTQ-frí svæði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla