ESB vill taka upp fjöldaeftirlit – ný spjalllög

Ylva Johansson, fyrrverandi atvinnumálaráðherra Svíþjóðar í stjórn sósíaldemókrata, núna í embætti kommissjóners Evrópusambandsins. Hún vill koma á allsherjar eftirliti með öllum samfélagsmiðlum og spjallrásum á Internet (mynd European Parliament EU).

ESB-þingmaðurinn Dr. Nicolaus Fest, leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland á Evrópuþinginu, sakar ESB um að reyna að innleiða fjöldaeftirlit með nýjum lögum, sem kveða á um að fylgst sé með einkaspjalli á netinu.

Fyrirhuguð ráðstöfun, studd af Ylva Johansson, framkvæmdastjóra innanríkismála ESB, myndi neyða netþjónustuaðila til að greina, tilkynna og fjarlægja ólöglegt efni með fyrirbyggjandi hætti auk þess að fylgjast virkt með einkaskilaboðum sem notendur senda, dulkóðuð eða á annan hátt.

Nota barnaníð sem ástæðu til að koma á alræðiseftirliti

Tillagan er sett fram, sem leið til að takast á við barnaníð og samtímis fær víðtækt eftirlit með einkasamtölum evrópskra borgara augljósar afleiðingar. Dr. Fest segir fyrir sitt leyti, að ESB sé að búa til fjöldaeftirlitskerfi innan sambandsins undir merkjum barnaverndar. Hann segir við Breitbart:

„Í því yfirskini að berjast gegn barnaklámi er verið að innleiða fjöldaeftirlit, sem missir raunverulegs marks, vegna þess að gerendurnir nota ekki venjulega skilaboðaþjónustu og samfélagsmiðla fyrir barnaklámsglæpi sína – heldur Darknet.“

Málfrelsi

Jafnframt telur hann, að slíkar aðgerðir samrýmist ekki meginreglum frjáls samfélags og að berjast verði gegn barnaklámi með fyrirbyggjandi aðgerðum, markvissum saksóknum, umræðu um kynvæðingu í lægri aldurshópum og harðari refsingar – en ekki með eftirlitsríki.

Annar gagnrýnandi tillögunnar er Tom Vandendriessche frá Vlaams Belang sem telur, að hún sé brot á mörgum grundvallar mannréttindum og ekki aðeins réttinum til tjáningarfrelsis, heldur einnig réttinum til friðhelgi einkalífs. Hópurinn European Digital Rights segir lögin „skammarleg“ og óviðeigandi í hvaða frjálsu lýðræðisríki sem er.

Deila