
Fjölmenningarbærinn Eskilstuna með um 67 þúsund íbúum, einkennist í auknum mæli af skotárásum, glæpagengjum og félagslegri ólgu. Eva Burman, ritstjóri staðarblaðsins Eskilstuna-fréttirnar, staðhæfir að bærinn sé orðin „skítahola.“
„Eskilstuna er orðin algjör skítahola. Hvers vegna búum við enn hérna?“ segir í ritstjórnargrein blaðsins. Börn í Eskilstuna vilja klæðast skotheldum vestum eftir skotárásir nálægt barnaskólum og leikvöllum. Ritstjórinn líkir ástandinu í Eskilstuna við Los Angeles í Bandaríkjum fjölbreytileikans – borg sem hefur í mörg ár verið þjökuð af blóðugum glæpagengjastríðum.
Burman segir einnig frá vitnisburði táningsdóttur sinnar um eiturlyf á krám í borginni. Hún skrifar:
„Við búum í óöruggri borg. Börnin mín, börn vina minna – þau þekkja öll einhvern sem hefur verið myrtur eða hefur skotið einhvern. Einhvern bekkjarfélagann, bróðir einhvers vinar. Ofbeldið er komið nálægt.“
För 10-15 år sedan fnös stockholmare föraktfullt åt oss som bodde i Malmö och klagade på det invandrade våldet. Uppenbarligen måste folk uppleva det själva för att fatta.https://t.co/V3NXZlDYSO
— Ingrid Carlqvist (@ingridcarlqvist) January 25, 2023