Eskilstuna, Svíþjóð: Þar sem allir þekkja einhvern sem hefur verið myrtur og börnin vilja klæðast skotheldum vestum

Örvæntingin breiðist út á mörgum stöðum í hinni fallegu Svíþjóð. Eftir margar skotárásir og nýlegan hnífabardaga þar sem fjórir unglingspiltar særðust og eru á sjúkrahúsi getur ritstjóri staðarblaðsins, Eva Burman (á myndinni að ofan) ekki lengur dulið tilfinningarnar. Hún er ekki ein með slíkar tilfinningar, margir eru í dag fastir í hverfum sem glæpahópar stjórna og óska þess heitast að komast burt. (Skjáskot ekurieren með innlagðri fyrirsögn á íslensku).

Fjölmenningarbærinn Eskilstuna með um 67 þúsund íbúum, einkennist í auknum mæli af skotárásum, glæpagengjum og félagslegri ólgu. Eva Burman, ritstjóri staðarblaðsins Eskilstuna-fréttirnar, staðhæfir að bærinn sé orðin „skítahola.“

„Eskilstuna er orðin algjör skítahola. Hvers vegna búum við enn hérna?“ segir í ritstjórnargrein blaðsins. Börn í Eskilstuna vilja klæðast skotheldum vestum eftir skotárásir nálægt barnaskólum og leikvöllum. Ritstjórinn líkir ástandinu í Eskilstuna við Los Angeles í Bandaríkjum fjölbreytileikans – borg sem hefur í mörg ár verið þjökuð af blóðugum glæpagengjastríðum.

Burman segir einnig frá vitnisburði táningsdóttur sinnar um eiturlyf á krám í borginni. Hún skrifar:

„Við búum í óöruggri borg. Börnin mín, börn vina minna – þau þekkja öll einhvern sem hefur verið myrtur eða hefur skotið einhvern. Einhvern bekkjarfélagann, bróðir einhvers vinar. Ofbeldið er komið nálægt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila