Evrópska persónuverndarráðið hefur sent frá sér álit um notkun rekstraraðila flugvalla á andlitsauðkenningartækni. Notkun tækninnar er ætlað að stuðla að betra flæði flugfarþega um flugvelli. Franska persónuverndarstofnunin óskaði eftir álitinu sem hefur áhrif á fjölda ríkja innan ESB.
Formaður Evrópska persónuverndarráðsins, Anu Talus, sagði m.a. að lífkennaupplýsingar einstaklinga, líkt og þær sem andlitsauðkenningartækni notar, eru sérlega viðkvæmar persónuupplýsingar og að vinnsla þeirra geti skapað mikla hættu fyrir einstaklinginn. Þá sagði hann andlitsauðkenningu geta bæði verið villandi, hlutdræga og valdið mismunun auk þess sem að misnotkun á lífkennaupplýsingum geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar, svo sem auðkennissvik eða auðkennaeftirlíkingu.
Formaðurinn hvatti flugfélög og rekstraraðila flugvalla til þess að notast við lausnir, þegar þess væri kostur, sem hafa í för með sér minna inngrip í líf einstaklinga við að auka flæði farþega um flugvelli. Það væri afstaða EDPB að einstaklingurinn ætti að hafa fullkomna stjórn á eign lífkennaupplýsingum.
Hér á landi var um tíma notast við augnskanna á landamærunum en sú tækni var lögð niður af óútskýrðum ástæðum. Bent hefur verið á að notkun tækni eins og augn og andlitskanna á flugvöllum bæti ekki einungis flæði flugfarþega heldur geti bætt öryggi ríkja, til að mynda til þess að koma í veg fyrir að glæpahópar komist óséðir á milli landa.
Álitið má lesa með því að smella hér