Evrópusambandið bannlýsir umræður um fólkskipti

(mynd Malmö borg t.v. – Möllevångstorgið t.h. (mynd Ralf Roletschek/YouTube).

Telja umræður um breytingu á fólksamsetningu aðildarríkjanna ógna grundvelli ESB

Í ályktun sem samþykkt var af ESB í síðustu viku fordæmir sambandið þá kenningu að um íbúaskipti séu að ræða – það er að segja að verið sé að framkvæma áætlun um að flytja svo mikið inn af fólki utan Evrópu, að frumbyggjar ESB-ríkja verði minnihlutahópar í eigin löndum.

Í nýju ályktuninni kallar ESB eftir „öflugri og margþættri nálgun“ til að berjast gegn kynþáttafordómum í aðildarríkjum sambandsins. Því er haldið fram að meðlimir „öfgahægrimanna“ hafi ýtt undir „samsæriskenningar“ eins og þá kenningu að lýðfræðilegar breytingar séu að eiga sér stað.

Ályktunin, sem lýsir því yfir, að ESB hafi áhyggjur af því, að málefni um útskiptingu fólks komist í almenna umræðu í fjölmiðlum og verði almenn umræða, var samþykkt með 442 atkvæðum gegn 114 atkvæðum og 42 sátu hjá. Því er haldið fram að kenningin um breytta fólksamsetningu í löndunum sé „ógnun við grundvallar og sameiginleg gildi sambandsins“.

Helmingur Frakka telur að íbúaskipti séu að eiga sér stað

Kenningin um íbúaskipti var mótuð af franska rithöfundinum og pólitíska hugsuðinum Renaud Camus til að lýsa breytingunni á samsetningu fólks af völdum fjöldainnflutnings. Hann hefur lýst því yfir, að þeir sem standa að baki og hafa fylgt stefnu fjöldainnflutnings líti á fólk, sem einingar sem hægt sé að skipta út – frekar en fólk.

Í Frakklandi hefur kenning Camus náð víðtækri útbreiðslu. Niðurstaða könnunar sem gerð var á síðasta ári heldur því fram að yfir 50% Frakka telji að breytingar séu á samsetningu fólks. Samkvæmt sömu könnun telja 68% Frakka að „íslam sé ógn við sjálfsmynd Frakklands.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila