Evrópusambandið hefur algerlega tapað sér í stríðsæsingi

Evrópusambandið hefur algerlega tapað sér í stríðsæsingi. Ekki bætir úr skák að nú sé þangað komin nýr samninga, utanríkis og örygismálastjóri Kaja Kallas frá Eistlandi sem sé mjög herská og fari alls ekki dult með það. Þetta segir Haraldur Ólafsson prófessor og formaður Heimssýnar, félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haraldur segir það mikið umhugsunarefni þegar svo herská manneskja hafi verið sett í þessi embætti hjá Evrópusambandinu og bendir á að þeir sem hafi valið hana í embættin séu fullkomlega meðvitaðir um fyrir hverju Kaja Kallas standi fyrir.

Hver stjórnar herskárri stefnu Evrópusambandsins

Hann segir það alveg ljóst að þeir sem fari með völdin í Evrópusambandinu ætli sér að gera Evrópusambandið herskárra en það sé samt algerlega á skjön við kosningaúrslitin til Evrópuþingsins. Það liggur ekki enn fyrir hvernig meirihlutasamstarfið verður innan Evrópuþingsins og þessi herskáa stefna veldur því að menn velti fyrir sér hver raunverulega stjórni Evrópusambandinu.

Óskiljanlegur stríðsæsingur

Haraldur segir að þessi stefna muni auka mjög á sundrungu og skautun í Evrópu. Fjöldinn allur af Evrópubúum kæri sig ekkert um það að Evrópa logi í ófriði og vilji ljúka stríðinu í Úkraínu ekki seinna en strax. þessi stríðsæsingur sé óskiljanlegur.

Samningur Bjarna Ben þjónar heimsvaldastefnu Bandaríkjanna

Þá segir hann samning Bjarna Benediktssonar um 16 milljarða stuðning til Úkraínu vegna vopnakaupa líklega verða ríkisstjórnarflokkunum fjötur um fót og segir að með samningnum sé einfaldlega verið að þjóna heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og almenningur muni ekki vilja að Ísland sé að taka þátt í slíku.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila