Evrópuþingskosningar örlagavaldur fyrir feril Theresu May

Theresa May

Framtíð Theresu May í stóli forsætisráðherra Bretlands gæti ráðist á næstu klukkustundum vegna kosninganna til Evrópuþingsins. Eins og kunnugt er hefur Theresa May átt afar erfitt uppdráttar í embætti vegna Brexit. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Guðmund Franklín Jónsson sem útskýrði fyrir hlustendum þá stöðu sem Theresa May er í og það flókna samspil ESB og breskra stjórnmála sem hefur áhrif á feril hennar, og þau áhrif sem úrsit kosninganna kunna að hafa bæði fyrir Bretland og önnur Evrópulönd “ þetta er eiginlega alveg eins og bíómynd beint fyrir framan okkur og við fylgjumst með og sjáum hvað setur„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila