Site icon Útvarp Saga

Facebook ritskoðar samfélagsmiðlasérfræðing Trumps: „Af hverju eruð þið að þagga niður í mér?“

Daniel Scavino Jr. sér um samskipti Bandaríkjaforseta og Hvíta hússins á félagsmiðlum eins og facebook. Án viðvörunar lokaði facebook á möguleika Scavino til að tjá sig og útilokaði hann tímabundið frá facebook. Ástæðan er sögð vera að einhver hafi kært skrif hans sem „spam“ /rógburð eða þess háttar. Facebook gaf hins vegar engin dæmi um hvað Scavino hefði skrifað sem klagað hefði verið yfir sem óhæfu efni á facebook. Scavino skrifaði:
Ótrúlegt. Af hverju eruð þið að stöðva mig í því að svara athugasemdum sem fylgjendur hafa skilið eftir – á minni eigin Facebook síðu!!?? Fólk á rétt á því að fá að vita það. Af hverju eru þið að þagga í mér??? Vinsamlegast látið mig vita! Þakkir.“
Donald Trump skrifaði: „Facebook ritskoðaði á fantalegan hátt síðu yfirmanns félagsmiðla hjá Trump forseta og lokaði á hann fyrir að einfaldlega vera að svara spurningu frá lesenda.“ #StopTheBias
Scavino hefur marga fylgjendur á facebook síðu sinni og athugasemdirnar streyma að úr öllum áttum, hér eru dæmi:
Tími kominn á þingyfirheyrslur á Facebook og tilraunir þeirra til að hafa áhrif á kosningarnar.“
„Ef þeim tekst að loka á þig, hvernig er hægt að lifa í þessum heimi, hvernig eiga þeir að geta hlustað á kvartanir mínar ef þeir loka á mig! Þetta eru OF MIKIL VÖLD FACEBOOK! Hvar er eftirlitið með valdinu og hvar er jafnvægi valdsins?Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla