Færri erlendir ferðamenn en spáð hafði verið

Ferðamálastofa hefur þurft að endurmeta spá sína um þann fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands því ljóst er að talsvert færri ferðamenn hafa komið hingað sem af er ári en áður hafði verið spáð.

Fyrstu mánuðir ársins (janúar-apríl) voru nokkuð undir fyrri spá. Auk þess hafi dregið úr væntingum um komu ferðamanna til Íslands, sérstaklega vegna þess að búist er við að hagvöxtur í ríkjum OECD verði minni en áður var spáð. Vísbendingar þar að lútandi eru þegar farnar að sjást í bókunum á gistingu, flugi og leitaráhuga eftir ferðaþjónustu á netinu. Við skoðun leitaráhuga má nefna að sterkar vísbendingar eru um að ferðaþjónusta á öðrum Norðurlöndum nái betur til sinna markhópa og sé að taka til sín stærri skerf af þeim.

Einnig þurfi að taka tillit til þess að áhrif eldsumbrota á Reykjanesisem eykur óvissu um vilja ferðamanna til að koma til landsins.

Spá fjölgun ferðamanna 2025 og 2026

Í tilkynningu bendir Ferðamálastofa á að forsendur spárinnar um hagvöxt í ríkjum OECD leiði til þess að ferðamönnum fjölgi 2025 og 2026 frá því sem búist er við á árinu 2024. Gangi spáin eftir munu erlendir gestir um KEF verða orðnir álíka margir árið 2026 og árið 2018 þegar þeir voru flestir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila