Fartölva Hunter Bidens ekki lengur „Rússaáróður“

Dagblaðarisinn New York Times hefur loksins viðurkennt, að fréttin um son Hunter Biden, son Joe Bidens, og fartölvu hans er sönn. Frá þessu greinir New York Post.

Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 kom New York Post með miklar uppljóstranir um, hvernig Hunter Biden notaði þýðingarmikla stöðu föður síns til að stunda spillt viðskipti erlendis

Upplýsingarnar voru sóttar í einkafartölvu Hunter Bidens en hann hafði skilað tölvunni í viðgerð og sótti hana aldrei. Í tölvunni var m.a. mikið af myndum af Hunter þar sem hann stundaði kynlíf með vændiskonum og reykti crack.

Helstu fjölmiðlar í hinum vestræna heimi vísuðu upplýsingunum á bug sem „rússneskum falsupplýsingum“ – og Twitter útilokaði New York Post fyrir að fjalla um málið. Allt var þannig þaggað niður um hneykslismál sonar forsetaframbjóðandans Joe Biden.

New York Post skrifar í ritstjórnargrein, að hið frjálslynda New York Times viðurkenni loksins að fartölvan og upplýsingarnar í henni séu sannar. The New York Times skrifar um rannsóknina gegn Hunter Biden í grein í vikunni.

New York Post bendir á, að í aðdraganda forsetakosninganna 2020 hafi New York Times stöðugt efast um gögnin og vitnaði í embættismenn demókrata sem sögðu að allt væri „rússneskur áróður.“

Hér að neðan má heyra Donald Trump reyna að koma vitinu fyrir Lesley Stahl hjá 60 minutes en hún harðneitaði að fréttin um fartölvuna gæti verið rétt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila