Það er ekki lýðræðislegt að hækka fjölda þeirra meðmælenda sem þarf til þess að geta boðið sig fram til forseta og myndi leiða til þess að aðeins þekkt fólk kæmist að og því sætum við uppi með elítuna. Þetta segir Ásdís Rán Gunnarsdóttur fyrirsæta og forsetaframbjóðandi en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur .
Ásdís sem sjálf er lands og heimsþekkt segir að það sé í raun ekki eins auðvelt og margir halda að safna þeim 1500 meðmælum sem þarf til að geta boðið sig fram til embættis forseta Íslands og fyrirkomulagið eins og það er nú sé í rauninni mjög gott.
Mikilvægt lýðræðinu að margir geti gefið kost á sér
Hún bendir á að ef markið væri hærra þá kæmust mun færri að og því yrði hópur frambjóðanda ekki eins fjölbreyttur og hann er núna. Hópurinn sem núna býður sig fram samanstandi af afar fjölbreyttum klárum einstaklingum sem hafi góða eiginleika hvert á sínu sviði og almenningur hefur nóg úr að velja.
Fáir sérstaklega valdir af klíkum kæmust í framboð
Ásdís segir að ef fyrirkomulagið væri þannig að til dæmis 6000 memæli þyrfti til þess að geta boðið fram þá hefði fólk kannski aðeins úr fjórum einstaklingum að velja og þá aðeins einstaklingum sem kæmu til dæmis úr stjórnmálunum og frá kerfinu. Það væri ekki gott fyrirkomulag að mati Ásdísar.
Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan