Engin ástæða til að telja að svartnætti sé framundan í ferðaþjónustunni

Skarphéðinn Berg Steinarsson

Það er ekki ástæða til annars en að líta björtum augum til framtíðar á sviði ferðaþjónustu, ekkert bendi til þess að það sé svartnætti framundan í greininni.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Skarphéðins Berg Steinarssonar ferðamálastjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Skarphéðinn segir að þegar sé talað um fækkun ferðamanna sé ekki allt sem sýnist

það fækkar í ákveðnum hópum og fjölgar í öðrum hópum í staðinn til dæmis hefur bretum og bandaríkjamönnum  farið fækkandi en þjóðverjum sem koma hingað til að ferðast fjölgar í staðinn, auk þess sem þjóðverjar staldra yfirleitt lengur við, svo það er alls engin ástæða til svartsýni“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila