Ferðaþjónustan sýndi seiglu og sveigjanleika við erfiðar aðstæður

„Íslenska ferðaþjónustan er búin að ná til baka 95 prósent af fyrri getu“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar. 

Ráðstefnan var haldin af menningar- og viðskiptaráðuneytinu í samstarfi við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar. Ráðherra talaði þar um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt hagkerfi.

Sagðist hún stolt af fyrirtækjum í ferðaþjónustu fyrir það hvernig þau gátu komist í gegnum heimsfaraldurinn með stuðningi mótvægisaðgerða stjórnvalda. Hrósaði ráðherra greininni fyrir seiglu og sveigjanleika. 

„Það verða ekki alvöru lífskjör og góður ávinningur fyrir alla í landinu nema það sé afgangur á greiðslujöfnuðinum. Við séum með viðskiptaaðgang. Um leið og ferðaþjónustan fer að taka við sér þá erum við komin í þennan afgang,“ sagði ráðherra í opnunarávarpi sínu. 

„Ferðaþjónustan bætir samkeppnishæfi Íslands og eykur lífsgæði.“ sagði Lilja.

Á ráðstefnunni tóku einnig til máls Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Jane Stacey yfirmaður ferðamála hjá OECD, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF sem kynnti nýtt mælaborð, Ferðagögn.

Þá kom fram á fundinum að ferðaþjónustan hafi stuðlað að viðsnúningi á neikvæðum jöfnuði en sjá má nánari greiningu á þróuninni á skjámyndinni hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila