Kannabisneysla mun fara úr böndunum verði hún lögleidd

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi

Það er afskaplega sorglegt að heyra stjórnmálamenn tala fyrir því að lögleiða kannabisneyslu hérlendis enda eru afleiðingarnar slíkrar neyslu alvarlegar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Kolbrún sem unnið hefur með einstaklinga með fíknivanda segir að hún byggi mat sitt á þeirri áralöngu reynslu sem hún býr að

það er alveg ljóst að þetta fer úr böndunum ef þetta yrði lögleitt, því er oft haldið fram að þetta sé allt að því skaðlaust en það er svo fjarri sannleikanum, ég hef séð hvaða afleiðingar þetta hefur og þær eru mjög alvarlegar„segir Kolbrún. 


Forvarnir mjög mikilvægar


Kolbrun segir eitt það mikilvægasta sem huga þurfi að séu forvarnir og bendir á að forvarnir hafi sýnt að þær skili árangri ef unnið er markvisst að þeim

svo þurfa úrræðin fyrir unga fólkið að vera til staðar og virka, það er alls ekki viðunandi að börn sem þurfa að komast á BUGL þurfi að bíða jafnvel í tvö ár eftir að komast að„.


Vímuefnin eru skammgóður vermir


Í þættinum var einnig rætt við Ragnar Erling Hermannsson sem sjálfur hefur reynslu af því að eiga í fíkniefnavanda en Ragnar segir að hann hafi mikið hugsað um þegar hann sat í fangelsi í Brasilíu hvað það væri sem fengi fólk til þess að neyta efna og hvers vegna fólk telji því líða betur með að taka inn efni

þetta er skammgóður vermir og svo tekur alvaran við aftur, það er auðvitað alröng hugsun að manni líði eitthvað betur að taka inn efni„.

Hann segir að leita þurfi í rót vandans til að taka á vandamálinu og vill samfélagslegt átak á því sviði „ þetta er bara komið gott, ég hitti dreng í gær sem hefur þurft að fylgja 32 vinum sínum til grafar vegna neyslu, þetta er bara ungur drengur, hvað þurfa margir að deyja í viðbót til þess að tekið sé á málunum? , ég held að hér þarf að umbylta kerfinu og byggja það upp á nýtt„,segir Ragnar.


Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila