Segir engin vettlingatök duga á glæpahópa á Filippseyjum

Sigurður Ingi Pálsson

Þeir sem gagnrýna stríð Duterte forseta Filippseyja gegn fíkniefnum og glæpahópum hafa lítinn sem engan skilning á því ástandi sem skapast hefur á eyjunum vegna glæpa. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Pálssonar framkvæmdastjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Sigurður sem er búsettur á Filippseyjum segir glæpahópana sem um ræði ekki vera neina kórdrengi og því dugi ekki venjubundnar aðferðir gegn þeim

Filippseyingar eru vonsviknir með íslendinga því menn verða að hafa í huga að þessir glæpamenn eru gráir fyrir járnum og það einfaldlega þýðir ekkert að tala bara við þá og segja þeim að hætta þessu, forsetinn er heldur ekki aðeins að eiga við glæpaklíkurnar, heldur einnig spillta stjónmálamenn og lögreglumenn og það hafa þúsundir lögreglumanna verið reknir því þeir hafa tengst fíkniefnaheiminum, það eru nefnilega hér öfl innan stjórnmálanna sem vilja viðhalda þessu ástandi einfaldlega af því þeir hafa hag af því sjálfir“ segir Sigurður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila