First Republic Bank settur í ruslflokk

First Republic Bank var lækkaður í „ruslflokk“ af Standar&Poor á miðvikudag. S&P segir í yfirlýsingu:

„Við teljum að hættan á útstreymi innlána hafi aukist hjá First Republic Bank þrátt fyrir aðgerðir eftirlitsaðila seðlabankans og aukin lán bankans til að draga úr áhættu í tengslum við bankahrun í síðustu viku.“

68% innlána bankans eru yfir $250.000 tryggingarmörkum samkvæmt Market Watch. Þann 31. desember hafði First Republic Bank um 176,4 milljarða dollara í innlánum. Eftir að Silicon Valley bankinn féll stóðu viðskiptavinir First Republic banka í Los Angeles í röðum á laugardaginn til að taka út peninga.

Lánshæfismat First Republic Bank varð hjá þremur stórum skuldabréfafyrirtækjum í gær vegna ótta við bankahlaup. S&P Global Ratings lækkaði lánshæfiseinkunn First Republic Bank um fjögur þrep í BB-plús úr A-mínus á miðvikudaginn og setti bankann þar með í ruslflokk.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila