Fjárhagsaðstoð borgarinnar við fólk í erfiðleikum skammarlega lág

Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Sú upphæð sem fólki í erfiðri fjárhagsstöðu er veitt til fjárhagsaðstoðar af hálfu Reykjavíkurborgar er skammarlega lág. Þetta kom fram í máli Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins í þættinum Annað Ísland í dag en hún var meðal gesta Gunnar Smára Egilssonar . Sanna segir að ekki sé sem d´mi kannað hvort upphæðin dugi til þess að draga fram lífið og gera þurfi gangskör í því að ná til þeirra sem ekki beri sig eftir björginni ” þetta eru einstaklingar sem eru í mjög viðkævmri stöðu og það þarf að ná til þeirra sem ekki hafa leitað sér aðstoðar í þessum efnum“,segir Sanna. Hlynur Már Vilhjálmsson sem einnig var gestur þáttarins og hefur verið fastur í gildru fátæktar undanfarin ár þekkir af eigin raun að lifa af slíkri fjárhagsaðstoð og aðspurður um upphæðina segir Hlynur ” þetta er um 80.000 krónur sem maður er að fá og það dugir auðvitað ekkert, ég hef búið hjá foreldrum mínum undanfarin ár“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila