Fjárhagsstaða borgarinnar skelfileg og verri en sagt er frá

Fjárhagsstaða borgarinnar er hreint skelfileg og mun verri heldur en sagt er frá. Þetta segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ekki ástunduð nein fjármálastjórn hjá borginni

Vilhjálmur segir að staða borgarinnar sé svona slæm fyrst og fremst vegna þess að hjá borginni sé hreinlega ekki ástunduð nein fjármálastjórn og hafi ekki verið undanfarin ár og því eðlilegt í raun að í óefni sé komið.

Fjámálastaða borgarinnar ekki upplýst nægjanlega vel

Hann segir að meirihlutinn virðist halda að það séu til einhverjar endalausar gullkistur sem borgin geti sótt í en raunveruleikinn sé einfaldlega ekki svo. Hann telur að vegna þessarar stöðu eigi borgin eftir að lenda í enn verri stöðu.

Má búast við uppsögnum hjá borginni og skertri þjónustu

Aðspurður um hvað þröng fjármálastaða muni þúða vyrir borgarbúa segir Vilhjálmur að það megi til dæmis búast við uppsögnum hjá borginni og skertri þjónustu sem meirihlutinn vill oftast tala um sem hagræðingu. Það sé þó reyndin að meirihlutanum hafi hingað til gengið afar illa að hagræða en gengur þeim mun betur að eyða peningum í alls kyns verkefni sem engu máli skipti og skili engu fyrir borgarbúa.

Reykjavíkurborg er ekki borg eingöngu þeirra sem stjórna

Hann segir stöðuna mikið áhyggjuefni fyrir borgarbúa og hversu illa sé haldið um fjármálastjórn borgarinnar. Þá sé það einnig áhyggjuefni hversu margar geðþóttaákvarðanir séu teknar af meirihlutanum því borgin er jú borg þeirra sem í borginni búa en ekki bara borg meirihlutans í Reykjavík.

Hvað aðra tekjustofna varðar segir Vilhjálmur að eðlilegt sé að fluttar séu tekjur úr til að mynda Orkuveitu Reykjavíkur yfir í borgarsjóð hins var skipti máli í hvað peningunum sé eytt og þar sé ástæða til að staldra við og fara betur með fjármuni borgarbúa.

Hlusta má á ítarlegri umræður um fjármál borgarinnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila