Fjarskiptasjóður styrkir uppbyggingu Neyðarlínu á stofnleiðum ljósleiðara og aðstöðu fyrir fjarskiptasenda

Sigurður Ingi Jóhannsson undirritar samninginn.

Fjarskiptasjóður mun styrkja uppbyggingu Neyðarlínunnar á stofnleiðum ljósleiðara og uppbyggingu á aðstöðu fyrir fjarskiptasenda. Í tilkynningu segir að Sigurður Ingi Jóhannsson,  samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður stjórnar fjarskiptasjóðs og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar hafi undirritað sammninginn sem hljóðar upp á, samkomulag um allt að 71 m.kr. framlag sjóðsins til eftirtalinna verkefna Neyðarlínu árið 2019:

  • Lagning ljósleiðara frá Bláfellshálsi á Kili að Kerlingarfjöllum og Hveravöllum samhliða lagningu rafstrengs til að bæta öryggi og rekstrarskilyrði á svæðinu.
  • Lagning ljósleiðara milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar sem fyrri hluti hringtengingar á Austfjörðum og til að bæta öryggi og búsetuskilyrði íbúa í Mjóafirði.
  • Bygging þriggja fjarskiptastaða til að bæta farsímaþjónustu á svæðum vestan við Snæfellsjökul, kringum Krossholt á Barðaströnd og á hringveginum syðst á Holtavörðuheiði.
  • Eignarhald verður eftir sem áður hjá Öryggisfjarskiptum ehf. sem er í eigu ríkis og Neyðarlínu. Fyllstu hagkvæmni verður gætt í ofantöldum framkvæmdum með fjárframlagi helstu hagsmunaaðila eins og við á.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila