Fjölbreytt úrval kvikmynda á rússneskum kvikmyndadögum

Marina Yuzhaninova og Oxana Mikhaylova forsvarsmenn hátíðarinnar.

Mikið úrval rússneskra kvikmynda verða sýndar í rússnesku kvikmyndadögunum sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Þær Marina Yuzhaninova og Oxana Mikhaylova forsvarsmenn hátíðarinnar voru gestir Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem þær kynntu þær myndir sem sýndar verða. Þessi sjötta útgáfa af Rússnesku Kvikmyndadögunum er haldin af Sendiráði rússneska sambandsríkisins á Íslandi í samstarfi við Production Centre NORFEST og Northern Traveling Film Festival, með fjárstuðningi frá Menningarmálaráðuneyti Rússlands. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli diplómatískra tengsla milli Rússlands og Íslands. Í umsögn um hátíðina segir að dagskráin samanstandi af því besta úr rússneskri kvikmyndagerð, fjölbreyttar verðlaunamyndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Myndirnar verða sýndar á frummálinu rússnesku og með enskum texta. Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að frítt er inn á hátíðina og eru allir boðnir velkomnir. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila