Fjöldaatvinnuleysi blasir við Þýskalandi

Magnus Stenlund, Swebbtv, segir efnahag Þýskalands í frjálsu falli (mynd skjáskot Swebbtv).

Þýskaland gæti orðið það land í Evrópu þar sem óánægjan verður svo sterk, að það muni leiða til pólitískra breytinga. Valdhafarnir eru „við það að missa tökin“ segir Magnus Stenlund í nýjustu fréttagreiningu sænska Swebbtv.

Flokkurinn „Alternative for Deutschland“ AFD hefur stóraukið fylgi sitt (sjá mynd) og er núna jafnstór og sósíaldemókratar með 19%. Kristdemókratar eru stærsti flokkurinn með 27%, Umhverfisflokkurinn hefur 13%. Elítan í Þýskalandi gerir allt til að eyðileggja möguleika AFD og fjölmiðlarnir reyna að þegja flokkinn í hel eða útmála sem „ógn við lýðræðið.“ Úkraínustríðið og Nord Stream-sprengjuárásin, sem Bandaríkin stóðu fyrir að sögn rannsóknarblaðamannsins Seymour Hersh, hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir Þýskaland sem ekki getur lengur reitt sig á ódýra rússneska orku.

AFD vilja friðsamlega lausn í Úkraínu

AFD hefur verið skýrt um að senda ekki fleiri vopn til Úkraínu. Þeir vilja friðsamlega lausn. Að sögn Magnus Stenlund hefur sú afstaða gagnast þeim mjög mikið í almenningsálitinu því „Þjóðverjar eru orðnir mjög þreyttir á Olaf Scholz.“

„Þýskaland er sennilega það land í Evrópu þar sem útbreidd óánægja er sterkust, þótt við höfum heyrt mikið um Frakkland og að Emmanuel Macron vilji losa sig við að vera háður Bandaríkjunum. Við vitum að Macron talar bara, hann gerir ekki það sem hann segir. En í Þýskalandi sjáum við, að ráðamenn eru að missa tökin.“

Þýska efnahagskerfið í frjálsu falli

Á sama tíma er samdráttur í landinu. Þýska hagkerfið hrapar „lóðrétt niður“ að sögn Stenlund:

„Þetta er það sem Þjóðverjar sjá og þeir stefna í fjöldaatvinnuleysi. Þetta er alfarið heimatilbúið vandamál. Þeir gefa mikið af vopnum og peninga í ríkum mæli til Úkraínu.“

Jafnframt þá samræmist ekki orkustefnu loftslagsdómsdagsmanna, sem er mjög sterk í Þýskalandi, við það iðnaðarveldi sem Þýskaland er og hefur verið:

„Þetta er farið að búa um sig djúpt í þjóðarsálinni. Þá er hægt að vekja þann björn sem hefur sofið allt of lengi. Við getum haft smá vonir um það. Án viðbragða Þjóðverja erum við stödd á mjög slæmum stað í Evrópu.“

Hlýða má á Magnus Stenlund á myndbandinu hér að neðan ræða um ástandið í Þýskalandi frá mínútu 27.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila