Site icon Útvarp Saga

Fjöldamótmæli Tékka við refsiaðgerðum gegn Rússlandi og óðaverðbólgu

Fjöldamótmælin halda áfram innan ESB-landanna og færast í vöxt. Hér mynd frá útifundi í Prag um helgina og fylltu tugir þúsundir mótmælenda göturnar eins og sjá má á einu myndbandanna hér að neðar. Í Prag var úrsögn úr Nató krafist og að bættar verði kjaraskerðingar vegna rýrnunar kaupmáttar í óðaverðbólgunni (mynd skjáskot Twitter).

Tékkaland fyrst!

Tugþúsundir tékkneskra mótmælenda, sem hafa gefist upp á hækkandi matar-, orku- og húsnæðiskostnaði, mótmæltu ríkisstjórninni á föstudag og kröfðust afsagnar ríkisstjórnar Petr Fiala forsætisráðherra, úrsögn úr NATO og samningaviðræðna um gaskaup frá Rússlandi.

„Þetta er ný þjóðarvakning og markmið hennar er að Tékkland verði sjálfstætt“ sagði skipuleggjandinn Ladislav Vrabel. „Þegar ég sé fullt torgið, þá getur enginn stöðvað þetta.“

Mótmælin áttu sér stað bæði í höfuðborginni Prag sem og næststærstu borginni Brno. Mótmælin voru skipulögð undir slagorðinu „Tékkland fyrst“ og sóttu styrk sinn bæði frá vinstri og hægri væng tékkneskra stjórnmála.

„Rússland er ekki óvinur okkar – ríkisstjórn stríðsglæpamanna er óvinurinn“

Samkvæmt Associated Press sagði einn ræðumaðurinn „að Rússland væri ekki óvinur Tékka heldur ríkisstjórn stríðsglæpamanna.“ Tékkland hefur gefið Úkraínu skriðdreka og önnur þungavopn og veitt úkraínskum flóttamönnum næstum hálfa milljón vegabréfsáritanir ásamt fríðindum. Skipuleggjendur mótmælanna krefjast þess einnig að flóttamenn fái ekki fastan búseturétt.

Mótmælin voru þau þriðju í röðinni á vegum hóps sem krefst úrsagnar Tékklands úr NATO og bættra samskipta við Rússland. Eins og fram hefur komið í Bandaríkjunum hefur tékkneska ríkisstjórnin reynt að gera lítið úr mótmælunum með því að kalla þær „áróðurssögur sem styðja Kreml.“

Tékknesk stjórnvöld hafa reynt að berjast gegn óðaverðbólgunni með aðstoð við fyrirtæki og takmörkum raforkuverðs til heimila.

Mótmælin á föstudag voru hluti af vaxandi óánægjubylgju um alla Evrópu. Á fimmtudag mótmæltu þúsundir í Frakklandi og kröfðust hærri launa til að vega upp á móti hækkandi framfærslukostnaði – þar á meðal kennarar í verkfalli, heilbrigðisstarfsmenn og járnbrautarstarfsmenn. Undanfarnar vikur hafa verið svipuð mótmæli í Þýskalandi, Austurríki og Belgíu. Þýski skoðanakönnunarmaðurinn Manfred Güllner segir í viðtali við The Wall Street Journal:

„Þetta er bara lognið á undan storminum — óánægjan er mikil og fólk hefur enga tilfinningu fyrir því, að ríkisstjórnin hafi trúverðuga stefnu til að ná tökum á kreppunni.“

Þýskir bændur slógust í hóp mótmælenda gegn okurverði á orkunni

Á sama tíma og þrír fjórðu hlutar þýskra heimila eru að draga úr orkunotkun segja aðeins 9%, að Olaf Scholz kanslari hafi góða stefnu til að sigrast á orkukreppunni. Þó að frönsk mótmæli hafi ekki beinst að vestrænum refsiaðgerðum gegn Rússlandi, hafa þýskir mótmælendur hvatt til þess að þeim verði hætt.

Óánægjan mun vafalaust aukast um allan heim, þar sem fleiri tengja vestrænar refsiaðgerða við persónulega eymd vegna óðaverðbólgunnar.…allt vegna umboðsstríðs út af tiltölulega lítilvægu landssvæði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla