
Langtímaveikindi og geðræn vandamál hafa aukist um 25% í Bretlandi
Á þremur árum hefur Bretland farið frá því að vera land með háa atvinnuþátttöku í land með hátt orkuverð og þar sem margir eru atvinnulausir vegna „langtímaveikinda“ eða „geðrænna vandamála.“ Fjöldi fólks sem yfirgaf vinnumarkaðinn af slíkum ástæðum hefur aukist um 25% um hálfa milljón manns, að sögn Reuters.
Fyrir heimsfaraldurinn hafði Bretland „mjög hátt atvinnuhlutfall“ bæði sögulega og á alþjóðavettvangi. En núna hefur landið orðið fyrir barðinu á heilsufarsvandamálum meðal verkafólks og atvinnuþátttaka hefur snarminnkað. Miðað við árið 2019 eru 600.000 færri á vinnumarkaðinum. Þetta er vegna langvarandi veikinda eða geðrænna vandamála. Hlutfall fólks sem gefur upp þessar ástæður fyrir fjarveru sinni frá vinnu hefur aukist um hálfa milljón manns, um 25% samkvæmt tölum bresku Hagstofunnar „Office for National Statistics“ ONS samkvæmt Reuters.
„Langtíma veikindi“ eru sögð ástæða þess að 28% hvorki unnu né leituðu sér að vinnu á tímabilinu júní til ágúst á þessu ári. Ástandið batnar að sjálfsögðu ekki af himinháu orkuverði í landinu. Seðlabanki Bretlands óttast að mikil fjarvera af vinnumarkaði muni auka verðbólguna, sem nú þegar er í hámarki. Neil Carberry, framkvæmdastjóri breska ráðningar- og atvinnumálasambandsins, REC, segir við Reuters:
„Hið efnahagslega aðgerðarleysi er gríðarleg áskorun fyrir getu okkar í framtíðinni að skila hagvexti og velmegun.“
Samkvæmt Reuters er Bretland á eftir næstum öllum öðrum OECD löndum í bata á vinnumarkaðinum eftir covid. Fjöldi vinnustunda er enn undir því sem var í febrúar 2020, þegar covid-faraldurinn hófst og lönd fóru að loka samfélaginu vegna veirusjúkdóms sem hafði 0,1% dánartölur hjá fólki yngra en 70 ára.