Fjölmiðlar bera ákveðna ábyrgð á áróðri gegn hvalveiðum

Áróðurinn sem verið hefur gegn hvalveiðum er að talsverðu leyti á ábyrgð fjölmiðla sem tekið hafa undir með hvalfriðunarsinnum og borið út og birt. Það sé þó aðeins farið að breytast í dag og margir farnir að sjá að rökin sem sett séu fram af hvalfriðarsinnum halda illa vatni. Þetta segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Áróðurinn var verri út í heimi hér áður fyrr

Kristján segir að hér á árum áður hafi verið gengndarlaus áróður gegn hvalveiðum þar sem fjölmiðlar um heiminn hafi spilað stóra rullu í öllu saman. Í dag sjáist þó varla frétt um aðgerðir hvalfriðunarsinna. Hann nefnir að það séu fjölmiðlar í Bandaríkjunum sem eru nánast hættir að nenna að hlusta á röksemdir hvalfriðunarsinna.

Hér á landi bein útsending frá sjónvarpsstöð

Hér er málum þó háttað með aðeins öðruvísi hætti og má nefna dæmi þar sem hvalfriðunarsinnar klifruðu upp í mastur eins hvalveiðiskips Hvals hf og voru íslenskir fjölmiðlar með beina útsendingu í marga klukkutíma og sýndu aðgerðir hvalfriðarsinnanna.

Mótmælendur eru atvinnumenn í stórum stíl

Kristján telur að ef fjölmiðlar myndu hætta að gefa aðgerðum þeirra gaum í eins og um tvö ár þá myndu þeir líklega alfarið hætta slíkum aðgerðum enda séu þeir einmitt að fara í slíkar aðgerðir til þess að reyna markvisst að ná athygli fjölmiðla. Þeir lifa á þessum mótmælum og hafa atvinnu af slíku.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila