Site icon Útvarp Saga

„Fjölmiðlar fá ekki að segja sannleikann, því glóbalistarnir vilja ekki að fólk sjái að það hafi annan valkost en aðgerðarleysi“

Vestrænir blaðamenn og leiðandi fjölmiðlar hafa kosið að draga úr eða þegja algjörlega um yfirstandandi bændauppreisn í Hollandi. Sænski rithöfundurinn Joakim Andersen er sérfræðingur í hugmyndasögu og hann telur ástæðuna einfaldlega vera þá, að valda- og stjórnmálamenn séu virkilega hræddir.

Frá sænsku bloggi

Að sögn Andersen sýna fréttir um gulu vestin og mótmæli Hollendinga að árásaraðilinn eru bæði vel skipulagður og hefur sterk ítök. Joakim skrifar á bloggi sínu Oskorei:

„Skortur á umfjöllun fjölmiðla er vegna þess, að elítan vill hvorki að gulu vestin né reiðir bændur minni aðrar vestrænar þjóðir á að aðgerðaleysi er ekki eini valkosturinn.“

Joakim Andersen segir þá, sem gefa sig á elítuna á ófriðsamlegan hátt, fá oftast að gjalda fyrir það dýru verði. Ekki aðeins með harkalegum aðferðum hollenskra stjórnvalda, heldur einnig t.d meðhöndlun á þeim, sem tóku þátt í „árásinni á Capitol.“

„Það er hins vegar vafasamt, hvort þessar kúgunaraðferðir geti til lengri tíma náð tökum á víðtækri óánægju almennings. Við höfum þegar séð merki um hollustuleysi við lögregluna á upphafsstigum sambærilegra átaka teins og í Kanada. Í Hollandi hefur elítan þá áskorun fyrir framan sig að þurfa að útskýra, hvers vegna hún kýs að knýja fram nýja umhverfisstefnu mitt í brennandi alþjóðakreppu bæði hvað varðar matvæli og efnahagslíf.“

Slökkviliðsmenn styðja bændauppreisnina

Merki kanadískra frelsisunnenda sem styðja hollensku bændauppreisnina

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla