Systurnar þrjár sem haldið hafa úti hlaðvarpsþáttunum Lömbin þagna ekki þar sem fjallað er um harðvítugar deilur í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra um jörðina Lambeyrar hafa nú birt áttunda þáttinn í seríunni um málið.
Í þættinum segja systurnar meðal annars frá því að enginn ættingja þeirra hafi komið fram með neina ábendingu til þeirra um að rangt sé farið með neina staðreynd í málinu.
Þær benda á að venja sé í sveitum að íbúðarhús hafi sérlóð, en nýja Lambeyrahúsið hafi enga útskipta lóð og á það sér ákveðna skýringu. Eins og áður hefur komið fram í þáttunum á undan var húsið byggt fyrir Ásmund og fjármagnað með veðum á Lambeyralóðina, gegn vilja meirihluta eigenda, sem þá voru Lambeyrasystkinin átta. Þegar húsið er tilbúið þá krefst Ásmundur þess að fá lóð undir húsið og ekki dugi dugar minna en 4 hektarar (þegar 0,2 hektarar þykir vel rífleg íbúðarlóð), og var Ásmundur ekki viljugur til þess að greiða fyrir.
Lambeyrarsystrum og föður þeirra fannst það full mikið, og buðust til þess að gefa honum íbúðarlóð, undir húsið og garð af eðlilegri stærð. Þau kröfðust engrar greiðslu, en settu það skilyrði að veðin væru leyst af jörðinni og færð á lóðina, enda voru lánin tekin gegn þeirra vilja, gagngert til þess að byggja húsið. Þeim fannst sem sagt ekki sanngjarnt að Ásmundur fengi húsið skuldlaust en að þau sætu eftir með skuldirnar af húsinu. Þetta fannst Ásmundi og Daða með öllu óásættanlegt, enda má segja að þeir hafi ætlað að beita kennitöluflakki gagnvart sinni eigin fjölskyldu, og brugðust illa við þegar þeirra krafa um skuldlaust hús og 4 hektara lóð var ekki samþykkt. Því var ekki gerð sérlóð undir Lambeyrahúsið, og stendur það beint á Lambeyrajörðinni.
Hlusta má á áttunda þátt þeirra systra hér að neðan