Fjórir í haldi lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi

Fjórir eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Í tilkynningunni segir að fjórmenningarnir, sem voru handteknir í gær, hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, en ráðist var í níu húsleitir og því um mjög viðamiklar aðgerðir að ræða. Alls voru sjö handteknir og hafa fjórir þeirra verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður sagði. Rannsókn málsins er á frumstigi og lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila