Site icon Útvarp Saga

Flokkshópur Svíþjóðardemókrata á ESB-þinginu leggur til að „Rússlandi verði skipt upp í mörg minni ríki“

Bandaríski sagnfræðiprófessorinn Brian Williams t.v., kort af stykkjuðu Rússlandi í miðjunni og Vladimir Pútín forseti Rússlands t. h. (myndir skjáskot Youtube, kort, Kreml).

Skiptum Rússlandi upp í mörg minni ríki. Það vill flokkshópur Svíþjóðardemókrata á ESB-þinginu „Evrópskir íhaldsmenn og umbótasinnar“ (European Conservatives and reformists ECR). „Það er barnalegt að trúa því, að Rússneska sambandsríkið geti haldið sig innan sama stjórnskipunarlega ramma yfirráðasvæðis“ er sagt.

Á þriðjudaginn skipulagði flokkshópur Svíþjóðardemókrata ráðstefnu um þemað: „Rússland heimsvalda: Landvinningar, þjóðarmorð og nýlenduvæðing. Horfur fyrir afnám heimsvalda- og nýlendustefnu.“ Fjölda fyrirlesara var boðið meðal annars frá Bandaríkjunum, Stóra-Bretlandi og Spáni, sem tóku illa við sér yfir nýlendu- og heimsvaldasögu Rússlands frá 16. öld og fram á okkar daga Einn þeirra var bandaríski sagnfræðiprófessorinn Brian Williams. Hann benti á hvernig Rússar hafa með stríðum og landvinningum hrakið önnur þjóðarbrot á brott síðustu 500 árin:

„Rússarnir gerðu það til að heiðra keisarann, rétttrúnaðartrúarbrögðin og auðvitað fyrir rússnesku þjóðina. Í dag er notað annað orð yfir þetta: Þjóðarmorð.“

Williams benti á, að Vesturlönd stunduðu einnig nýlendustefnu, en íbúar Vesturlanda hafa „sameiginlega sektarkennd“ vegna sögu sinnar.

Ekki ný hugmynd að skipta upp Rússlandi í mörg minni ríki – Hitler reyndi það

Á ráðstefnunni var framtíðaráætlun fyrir Rússland kynnt, þar sem landinu er skipt upp í mörg smærri ríki. ESB-hópurinn segir:

„Það er barnalegt að trúa því að Rússneska sambandsríkið geti haldið sig innan sama stjórnskipunar- og landsvæðisramma.“

Hugmyndin er að hluta til sú, að hin ýmsu nýju lýðveldi grundvallist á hinum ýmsu þjóðarbrotum Rússlands. Fjöldi þátttakenda frá ímynduðum framtíðarbrotaríkjum tók þátt í ráðstefnunni.

Hugmyndin um að reyna að sundra Rússlandi með valdi er ekki ný. Adolf Hitler reyndi með „Almennri austuráætlun“ sinni (General Plan Ost)“ að gera eitthvað svipað, þar sem þýsk fylgiríki nasista eins og Moskowien og Kákasus miðuðu að því að brjóta niður vald Moskvu niður og veita frumbyggjum nokkra sjálfstjórn. Stóra áætlunin mistókst hins vegar með ósigri Þýskalands nasismans í seinni heimsstyrjöldinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla