Flokkur fólksins leggur til að smærri virkjanir verði háðar umhverfismati

Inga Sæland.

Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að smávirkjanir eða allar þær virkjanir sem eru 200kW eða meira verði settar í A-flokk en þær eru í B-flokki í dag og því eru þær virkjanir sem eru 200kW ekki háðar umhverfismati. Í greinargerð með frumvarpinu segir ” Framkvæmdir við gerð og rekstur vatnsorkuvera kunna að hafa í för með sér veigamikil áhrif á lífríki og náttúru. Óánægja ríkir með núverandi fyrirkomulag þar sem virkjanir undir 10 MW rafafli hafa hlotið framkvæmdaleyfi án þess að umhverfismat hafi farið fram. Því er lagt til að öll vatnsorkuver með uppsett rafafl 200 kW eða meira falli undir flokk A í 1. viðauka og verði því ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum”. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins “. Smelltu hér til þess að lesa frumvarpið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila