Flutningaskip full af gasi bíða eftir kuldanum og hærra gasverði við strendur Evrópu

33 flutningaskip full af gasi bíða við akkeri eða dóla um á litlum hraða fyrir utan strendur Evrópu. Þau bíða eftir lækkandi hitastigi sem fær öfug áhrif á gasverðið sem stígur til að græða a.m.k. 30% meira á gasinu (mynd © Vile Gecko CC 4.0).

Í rituðum orðum eru a.m.k. 33 gasflutningaskip full af fljótandi gasi („liquid natural gas“ LNG) á hafinu við strendur Evrópu. Þau bíða eftir því, að vetur konungur slái til, kuldinn fái fótfestu og verðið á gasi hækki í leiðinni áður en farið verður að selja farminn.

Flutningaskipin liggja annað hvort við akkeri eða dóla á litlum hraða fram og til baka við strendurnar allt frá Gíbraltar í suðri til Hollands og Bretlands í norðri. Í augnablikinu eru flestar gasgeymslur fullar á meginlandinu en það breytist fljótt, þegar kuldinn kemur.

Verðið á gasinu í skipunum er núna talið vera um tveir milljarðar dollarar eða rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. En aðeins eftir nokkrar vikur gæti verðið hafa hækkað um einn milljarð til viðbótar samtals upp í þrjá milljarða dollara eða 436 milljarða íslenskra króna.

Samuel Ciszuk segir í viðtali við ríkisútvarpið í Svíþjóð:

„Ég velti því fyrir mér núna, hvar það verður fyrst kalt. Verður það í Asíu eða Evrópu?“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila