Mike Flynn hershöfðingi ræddi lok Víetnamstríðsins fyrir 50 árum og núverandi ástand í Úkraínu í þætti Steve Bannon „Stríðsherbergið“ s.l föstudag. Flynn hershöfðingi byrjaði á því að heiðra bandaríska hermenn fyrir þjónustu þeirra í öllum stríðum og sérstaklega allar hetjurnar úr Víetnamstríðinu.
Mike Flynn hershöfðingi sagði:
„Við erum nýkomin frá Afganistan og dráp eru í gangi í Afganistan í dag. Og við, flestir Bandaríkjamenn, vitum ekki að við sendum enn þá peninga skattgreiðenda til talibana til að hjálpa þeim. Svo þetta er bara geðveikt.“
Við erum að laumast í stríðið eins og áður
Flynn ræddi stöðuna í Úkraínu núna:
„Við erum við það að fara í stríðið og ég hef enn ekki heyrt þessa stjórn tala um nein mikilvæg þjóðaröryggismarkmið. Ég veit ekki hver markmið okkar eru…Við erum að laumast inn í þetta stríð eins og við höfum laumast inn í önnur stríð eins og Víetnam, eins og Afganistan, eins og Írak og þetta verður hörmulegt stórslys“.
Kjarnorkuvopn örugglega í myndinni – báðir aðilar tala um þau
Flynn hershöfðingi segir, að ekki sé hægt að senda þau vopn til Úkraínu, sem við erum að senda þangað, án hermanna. Stjórnin hefur eytt 110 milljörðum dollara í Úkraínu sem eru um 200 milljónir dollara á hvert ríki.
„Þessir peningar gætu verið að streyma inn í landið okkar í stað þess að lenda í vasa einhvers í Úkraínu. Þetta er slæmt fyrir Ameríku. Þetta er slæmt fyrir heiminn. Við erum að fara inn í hugsanlega þriðju heimsstyrjöldina og allt tal um kjarnorkuvopn er algjörlega svívirðilegt. Þetta er örugglega á borðinu vegna þess að við heyrum þetta frá báðum hliðum.“
Verið að teyma okkur inn í þriðju heimsstyrjöldina
Bannon spurði Flynn hershöfðingja hvort við stefndum sofandi inn í þriðju heimsstyrjöldina:
„Tom Cotton, sem er repúblikana megin þrýstir á um þetta eins og margir aðrir öldungadeildarþingmenn. Þeir hafa gleymt því sem við gerðum í Afganistan, sem var algjör hörmung. Þeir gáfust upp fyrir talibönum og skildu okkar eigi fólk að baki óvinalínum til að verja sig sjálft…Það er verið að teyma okkur í þriðju heimsstyrjöldina.“
Sjáið viðtalið hér að neðan: