Fólk sendir athugasemdir til stjórnenda fjölmiðla og alþingismanna vegna forsetakosninganna

Almenningur virðist orðinn langþreyttur á að frambjóðendum til embættis forseta Íslands sé mismunað af meginstraumsfjölmiðlum Eins og þekkt er hefur til að mynda Stöð 2 tekið þann pól í hæðina að bjóða aðeins þeim frambjóðendum sem hafa náð ákveðinni prósentutölu í fylgiskönnunum að taka þátt í kappræðunum. Þá hefur hringferð Morgunblaðsins með efstu 4 frambjóðendunum einnig fallið í grýttan jarðveg frá kjósendum.

Nú eru kjósendur hins vegar farnir að taka sig saman senda pósta á meginstraumsfjölmiðlanna, þingmanna, ráðherra og útvarpsstjóra RÚV þar sem þeir eru hvattir til þess að virða tjáningarfrelsið og fara eftir leiðbeiningum Fjölmiðlanefndar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna. Útvarp Saga hefur undir höndum dæmi um slík bréf og er óhætt að segja að bréfriturum sé nóg boðið og gera alvarlegar athugasemdir við framgöngu fjölmiðla.

Bréfin má lesa hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila