Forsætisráðherra vill stjórna hugsun og tjáningu fólksins í samfélaginu

Aðgerðaráætlun Katrínar Jakobsdóttur gegn haturorðræðu er sett upp svo það sé á valdi forsætisráðherra og ráðuneytis hennar að stjórna hugsun og tjáningu fólks í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigmundur segir aðgerðaráætlunina Katrínar vera skuggalega og gangi út á að gera forsætisráðuneytið að einhvers konar sannleiksráðuneyti að hætti Orwells og fela því að stjórna því hvernig fólk hugsi og tjái sig í samfélaginu og fáir ef þá nokkrir munu sleppa undan þessum fyrirætlunum ráðherra.

„það er gengið svo langt að ekki eigi aðeins að setja fólk á námsskeið í þessum efnun heldur á að endurskoða refsilöggjöfina og hvort hún falli að nýju kenningunum og það á auðvitað að byrja á börnunum, grípa þau strax í skóla til að innræta hjá þeim sama hvað fordrum finnist um það. Þetta stendur til að gera alls staðar í skólum“

Þá eigi að leiðbeina fjölmiðlum um hvernig þeir eigi að fjalla um mál.

Aðspurður um hverjir eigi að sjá um þá kennslu segir Sigmundur:

„það verða aktivistar, einhverjir sem eru Vinstri grænum þóknanlegir og þeir munu kenna fjölmiðlum hvernig þeir eigi að tjá sig og ráðuneytið sem veitir ríkisstyrkina mun vera sá aðili sem heldur svo utan um þetta allt saman“,segir Sigmundur.

Gamla fólkið líka tekið fyrir

Sigmundur bendir einnig á að eldri borgarar fái heldur ekki að vera í friði fyrir þessari aðgerðaráætlun Katrínar.

„elliheimili, hjúkrunarheimili og spítalar þar sem eldra fólk er verður sértaklega tekið fyrir, til þess að kanna hvort gamla fólkið á hjúkrunarheimilinu sé með rangt hugarfar, þetta er svo galið og þetta er allt umlykjandi. Meira segja á almenna vinnumarkaðnum á að bjóða vinnustöðum upp á námsskeið til þess að fræða þá sem eru þar starfandi og þetta er því ekki bara opinber geirinn, þarna ætla einhverjir aktivistar að fara að kenna mönnum hvernig eigi að reka fyrirtæki og hvernig eigi nú að hugsa og tjá sig þar, þetta er eitt af því kostulega við þetta allt saman“ segir Sigmundur.

Sjálfstæðisflokkurinn ber líka ábyrgð á þessu alvarlega máli

Sigmundur vekur athygli á að VG beri ekki einir ábyrgð á þessari fyrirhuguðu áætlun heldur hafi Sjálfstæðisflokkurinn hleypt þessu í gegnum ríkisstjórn og sé því væntanlega að fara að samþykkja þetta galna mál.

Arnþrúður bendir á að það sé sérstakt áhyggjuefni að það sé í þessari áætlun að hanna sérstakt fræðsluefni fyrir dómara og ákæruvaldið og það sé mjög skýrt dæmi um hvernig stjórnarskráin sé að engu höfð þegar kemur að þessum efnum.

„þetta ef svakalega alvarlegt og hvað varðar dómarana eru þeir þá ekki einmitt þeir sem eiga að kveða upp úr um hvort framkvæmd sem þessi sé í lagi og hvort hún gengur gegn stjórnarskránni, það virðist ekki vera mat ríkisstjórnarinnar allavega“segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila