Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er í lífshættu eftir skotárás. Fregnir herma að mörgum skotum hafi verið skotið á ráðherrann. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn og er í haldi lögreglu
Fico hafði nýverið hafnað opinberlega faraldurssáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem aðildarríki afsala sér fullveldi í heilbrigðismálum ef til faraldurs kæmi. Faraldurinn gæti líka t.d. stafað af „hættunni á loftslagshamförum“ og athugið það er einnig WHO sem myndi ákveða hvar og hvenær það er „faraldur“ og þá skal hlýða þeirra reglum.
Andrew Bridgen, þingmaður Bretlands, benti einnig á rétt í þessu að Fico hafi lofað að rannsaka viðbrögð ríkisstjórnar Slóvakíu við „Covid-19“ og einnig hafi hann verið gagnrýninn á stríðið í Úkraínu: Fico varð forsætisráðherra á síðasta ári.
Hér má sjá gagnrýni Fico á Covid-sprauturnar og WHO sáttmálann. Allir sem voru á annarri skoðun um sprauturnar sagði hann, voru álitnir hættulegir.
Sjá hér færslu Bridgen: