Forsætisráðuneytið segir sáttaumleitunum í Guðmundar og Geirfinnsmálinu ekki vera lokið

Sáttaumleitunum vegna bótagreiðslna í Guðmundar og Geirfinnsmálinu er enn ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í tilefni af fjölmiðlaumfjöllum þar sem fram kemur að undirbúningur að málsókn á hendur ríkinu sé hafinn. Í tilkynningunni segir ” forsætisráðuneytið hefur ekki fengið skilagrein frá nefnd sem skipuð var til að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar þann 27. september síðastliðinn í endurupptökumáli og aðstandendur þeirra. Lítur ráðuneytið því hvorki svo á að sáttaviðræðum sé formlega lokið né hlutverki setts ríkislögmanns, sem falið var að ljúka málinu annað hvort á grundvelli breiðrar sáttar eða viðræðna við hvern og einn sem sýknaðir voru eða aðstandendur þeirra.”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila