Forsetaframbjóðandi í símatíma: Fjölbreyttar spurningar hlustenda til Arnars Þórs

Forsetaframbjóðendum gefst kostur á að vera í símatíma á Útvarpi Sögu og svara spurningum hlustenda. Í síðdegisútvarpinu hjá Arnþrúði Karlsdóttur í dag mætti Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og lögmaður. Fjölmargir hlustendur hringdu og fjölbreyttar spurningar komu frá hlustendum meðal annars vopnakaup, fullveldi landsins, vafasamar skopmyndir, tjáningarfrelsið og þöggun í samfélaginu ásamt WHO.

Meðal þeirra spurninga sem komu var til dæmis spurningin um hvort Arnar Þór myndi reka ráðherra sem hefði ákveðið vopnakaup án samráðs við forseta til notkunar í stríði í öðru landi.

Hægt að vísa ráðherrum úr ríkisstjórn ef þeir brjóta stjórnarskrána

Arnar Þór svaraði því til að í stjórnarskránni kæmi fram að það bæri að bera öll mikilvæg stjórnarmálefni bæri að bera upp á ríkisráðsfundi. Það væri hans mat að ákvörðun um slík kaup teldust til mikilvægra stjórnarmálefna og því myndi ráðherra sem það gerði án þess að hafa borið upp vopnakaup á ríkisráðfundi teljast hafa brugðist trausti. Arnar Þór sagði að viðbrögð sín yrðu þau að hann myndi leggja til að ráðherra sem yrði uppvís af slíkri háttsemi yrði vikið úr ríkisstjórninni að því gefnu að komist hefði verið að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði tekið slíka ákvörðun upp á sitt einsdæmi.

Róbert Spanó á villigötum

Þá vakti Hlustandi athygli á að Róbert Spanó fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu hafi sett fram gagnrýni á kæru Arnars Þórs til Blaðamannafélags Íslands vegna skopmyndateikningar Halldórs Baldurssonar sem birt var í fjölmiðlum og sýndi þar teikningu af Arnari Þór í nasistabúningi. Arnar segir að hann líti svo á að með teikningunni sé á hann ráðist að ósekju og það sé hverjum manni boðið í samfélaginu að verjast þegar á hann sé ráðist. Þann rétt sé Arnar Þór einungis að nýta sér. Hann hafi boðið Halldóri í viðtal á Bylgjunni í gær og benda á tilfelli sem réttlætu slíka birtingu af Arnari Þór. Það hafi Halldóri hins vegar ekki tekist. Segir Arnar að ef Róbert Spanó ætli að halda því fram að skopmyndateiknarar séu að einhverju leyti undanþegnir lögum sé Róbert á miklum villigötum. Það alvarlega við nálgum Halldórs Baldurssonar sé það að með slíku háttarlagi sé verið að fæla margt fólk til þess að taka þátt í hinni lýðræðislegu umræðu.

Siðbót í laga og réttarframkvæmd ef Arnar Þór verður forseti

Einn hlustandi sem hringdi inn spurði hvort Ísland myndi fá íslenska lýðveldið í hendurnar aftur þegar Arnar yrði forseti. Arnar svaraði því til að þá myndi Ísland sannarlega fá lýðveldið í hendurnar aftur. Hann myndi færa íslenskum kjósendum völdin í hendurnar á ný. Tekið yrði til í stjórnkerfi landsins og framkvæmd siðbót í laga og réttarframkvæmd og fólk myndi verja hvort annað fyrir ómálefnanlegu skítkasti.

Hlusta má á fleiri spurningar hlustenda og svör Arnars Þórs, meðal annars um sóttvarnarsáttmála WHO og fleira í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila