Forseti Ísraels: Ísrael á þröskuldi borgarastyrjaldar

Yfirstandandi stjórnmálaátök í Ísrael eiga á hættu að verða að borgarastyrjöld með mannfalli. Það segir forseti Ísraels Isaac Herzog hér á mynd ásamt Joe Biden, Bandaríkjaforseta, samkvæmt Middle East Monitor

Ríkisstjórn Ísraels undir stjórn Benjamins Netanyahu hefur lagt til lagabreytingar sem veita stjórnmálamönnum aukið vald til að skipa dómara. Þetta hefur leitt til mikilla mótmæla sem söfnuðu hundruðum þátttakenda um síðustu helgi.

Í ræðu sem sýnd var í beinni útsendingu á Facebook á miðvikudag varaði Isaac Herzog forseti Ísraels við því, að landið væri í alvarlegu ástandi. Hann sagði, að Ísrael væri hársbreidd frá „hyldýpinu.“ Forsetinn sem hefur meira formlegt hlutverk sagði:

„Sá sem trúir því, að raunverulegt borgarastríð sem krefst mannlífa sé lína sem við náum ekki, hefur enga hugmynd um það sem er að gerast. Mótmælin hafi skaðað efnahag Ísraels, öryggi, samfélag, stjórnmálatengsl og síðast en ekki síst samheldni þjóðarinnar“.

Isaac Herzog lagði einnig til málamiðlun milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, sem var hafnað skömmu eftir yfirlýsingu forsetans af Benjamin Netanyahu og samstarfsflokkum hans, skrifar The Crade.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila