Forseti og utanríkisráðherra Íran létust í þyrluslysi

Staðfest hefur verið að bæði Ebrahim Raisi forseti Íran og Hossein Amir Abdollahian utanríkisráðherra Íran eru báðir látnir eftir að þyrla forsetans hrapaði í fjalllendi í norðausturhluta landsins í gær.

Fjölmennt björgunarlið var sent á staðinn og þessa stundina er verið að flytja lík þeirra sem fórust niður úr fjallgarðinum. Alls voru níu um borð í þyrlunni en ekki hefur fengið staðfest hversu margir af hinum níu fórust.

Nú þegar hefur Mohammad Mokhber verið skipaður tímabundið forseti Íran en samkvæmt lögum landsins þurfa kosningar að fara fram innan 50 daga.

Fyrstu fregnir af slysinu voru afar óljósar en leitarhópar voru strax sendir áleiðis á staðinn þar sem talið var að þyrlan hafi hrapað en töluverðan tíma tók að komast að flakinu enda mjög grýtt og bratt á þeim stað sem slysið varð. Það voru svo drónar búnir með hitamyndavélum sem staðsettu flakið og staðfestu þar með staðsetningu þess. Þegar björgunarlið kom á vettvang varð ljóst að bæði forsetinn og utanríkisráðherrann voru látnir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila