Forsetinn á að vinna fyrir þjóðina og engan annan

Sá sem tekur að sér hlutverk forseta á að vinna fyrir þjóðina og engan annan enda sé það hlutverk forseta að gæta að hagsmunum þjóðarinnar í öllum málum og sér í lagi þeim málum sem hafa langtímaáhrif á samfélagið. Þetta segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi aðspurð um hvort hún myndi taka að sér starf velsældarsendiherra hjá WHO líkt og Katrín Jakobsdóttir hafi gert. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Höllu í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Halla segir að einmitt vegna þeirra hagsmuna sem forsetinn á að gæta eigi hann að nýta málsskotsréttinn þegar um stór mál er að ræða, t,d þegar kemur að inngöngu í ESB og önnur slík stórmál enda varði þau fullveldi þjóðarinnar.

Forsetinn hefur skyldu til að grípa inn í stórum málum

Hvað bókun 35 varðar segir Halla að í öllum stórum stefnumarkandi málum ef forseti greinir að það sé ágreiningur milli þings og þjóðar um hvort slík mál eigi að ganga í gegn. Þá sé það skylda forseta að grípa þar inn í og vísa málinu til þjóðarinnar.

Forsetinn verður að geta varið þjóðarhagsmuni

Þá segir Halla einnig mikilvægt að þegar að utanríkismálunum kemur sé mikilvægt að forseti standi fram fyrir skjöldu og tali máli þjóðarinnar. Því þurfi forsetinn að vera þeim hæfileikum gæddur að geta rætt við beinskeytta erlenda fjölmiðlamenn, stjórnvöld annara landa eða annara afla sem nauðsynlegt er að forsetinn eigi í samtali við til þess að verja þjóðarhagsmuni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila