Forstöðumaður Petofi bókasafnsins í Búdapest: „Evrópa er gasklefi Soros“ – líkir George Soros við Adolf Hitler

Szilard Demeter forstöðumaður Petofi bókasafnsins í Búdapest segir Evrópu vera gasklefa George Soros

Forsvarsmenn ESB ná ekki upp í nefið á sér yfir þeirri „móðgun“ sem Szilard Demeter forstöðumaður Petofi bókasafnsins í Búdapest sýndi leiðsögumanni þeirra, George Soros, í grein s.l. sunnudag þar sem hann ber Soros saman við Adolf Hitler og Nazista. Skrif Demeter koma í kjölfar kröfu ESB um að refsa eigi löndum sem ekki uppfylla það sem Brussel telur vera „lýðræðisreglur.“ Demeter ræðst að tilraunum Soros og tæknikrata ESB til að eyðileggja þjóðlega menningu í nafni „opinna landamæra og fjölmenningar“ ásamt stöðugum árásum á hægri menn í Evrópu. Segir Demeter Soros vera „hinn frjálslynda Führer“ og Pólverja og Ungverja „nýju Gyðingana.“

Demeter skrifar: „Eiturgasið flæðir úr hylki hins opna fjölmenningarsamfélags og er dauðlegt fyrir lífshætti íbúa Evrópu. George Soros er hinn frjálslyndi Führer. Og frjálslyndur her hans dýrkar hann með enn meiri undirlægjuhætti en aðdáendur Hitlers dýrkuðu hann forðum. Þeir hafa ekkert lært á tuttugustu öldinni.“

Og áfram skrifar Demeter: „Standandi í dyragætt dauðans heggur George Soros styttuna af sjálfum sér. Hann lítur á sjálfan sig sem mann með boðskap. Boðskapur hans er: George Soros, hinn nýi Messías. Þrátt fyrir boðskapinn vantar andlega vídd. Guð George Soros er George Soros, niðurstiginn að ofan í líkama afmynduðum af George Soros.“

Vakti reiði samtaka Gyðinga

Gyðingasamtök Unverjalands kölluðu skrifin „smekklaus og ófyrirgefanleg.“ Sendiráð Ísraels í Búdapest tísti: „Við fordæmum algjörlega notkun og misnotkun á minningum Helfararinnar í einhverjum tilgangi..Hér er enginn staður að tengja verstu glæpi mannkyns eða glæpamönnum þeirra við umræður nútímans.“

Demeter fjarlægði greinina gegn vilja sínum vegna gríðarlegs þrýstings og gagnrýni. Umræðurnar á félagsmiðlum fara mikinn og einn tísti að „þetta segja Demókratar um Donald Trump á hverjum degi“ og undraði hvort það væri líka að „tengja verstu glæpi mannkyns eða glæpamönnum þeirra við umræður nútímans?“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila