
Líffræði án aðgreiningar kynjanna skapar nýtt lífsviðhorf um „genagjafa“
Bandaríski lögfræðingurinn Jonathan Turley skrifar á heimasíðu sinni:

Í fræðasamfélaginu hafa verið vaxandi deilur um tungumálaleiðbeiningar og málvenjur, þar á meðal notkun fornafna sem sumir mótmæla sem trúarbrögðum eða málfræði. Nú hafa stærstu samtök náttúrufræðikennara í heiminum gefið út leiðbeiningar um „and-kúgunar“ hugtök fyrir náttúrufræðikennara. Í handbókinni, sem ber titilinn „Líffræði án aðgreiningar kynjanna: stefna í verki“ hefur Kennarasamband náttúrufræði NSTA „National Science Teachers Association“ kallað eftir „líffræði án aðgreiningar kynjanna“ sem felur í sér að hætt verði að nota hugtök eins og „foreldrar“ „karlar“ konur“ „móðir“ og „faðir.“
Samkvæmt leiðbeiningunum er nú talað um mæður sem „persónur með eggjastokka“ með vísan til æxlunarkerfisins á meðan feður eru „persónur með eistu.“ Að auki lýsa samtökin yfir ferli ýmissa ríkja í átt að „sannprófun kynferðis í íþróttum“ sem dæmi um kúgun.
Notkun slíkrar leiðbeininga hjá ríkisskóla vekja alvarlegar spurningar varðandi fyrstu viðbót stjórnarskrárinnar. Við höfum þegar séð árangursrík mál, sem ögra lögboðinni fornafnanotkun, þar á meðal nýlegu máli kennara í Loudoun-sýslu, Virginíu. Við höfum einnig séð ný dæmi, þar á meðal að ákæru þriggja framhaldsskólanema fyrir að nota ekki valinn fornöfn.
Ekki farið fram á að Pabbadegi verði breytt í „Eistnadag hamingusömu manneskjunnar“
Samkvæmt nýju leiðbeiningunum eru kennarar hvattir til að hætta að nota hugtakið „karlkyns“ og nota hugtakið „XY-einstaklingur“ í staðinn.

NSTA bendir á að það geti verið skemmtileg æfing að láta nemendur finna upp alveg nýtt nafn á orðinu „foreldrar“ til dæmis „genagjafar“ eða „líffræðilegir sendiboðar.“ Ekki er líklegt, að öllum kennurum eða nemendum finnist þetta vera skemmtileg æfing, líka á meðal þeirra sem hafa andstæðar djúptrúarlegar skoðanir.
Ég trúi því, að kennarar geti og eigi að fjalla um mismunandi kynvitund á viðeigandi námskeiðum. Hins vegar gæti þessi tegund víðtækra leiðbeininga, ef þær verða lögboðnar eða þeim framfylgt með „smáárásarstefnu“ brotið í bága við vernd stjórnarskrárinnar.
Mikilvægt er að hafa þessa handbók í réttu samhengi. Leiðbeiningarnar fara ekki fram á lögboðnar reglur í skólum til að útiloka notkun þessara hugtaka. Í leiðbeiningunum er ekki farið fram á að Degi föðursins verði breytt í „Eistnadag hamingusömu manneskjunnar.“ Hins vegar höfum við séð að vísað er í slíkar leiðbeiningar sem grundvöll refsiaðgerða, þar á meðal ásakanir um fjandsamlegt skólaumhverfi eða árásargjarnan málflutning.