Heimsmálin: Brotið á mannréttindum Gulvestunga í Frakklandi og þeir beittir ofbeldi að undirlagi Macron

Frá mótmælum Gulu vestanna í París

Frönsk yfirvöld hafa að undanförnu brotið mannréttindi mótmælenda sem kenna sig við Gulu vestin þá grófu ofbeldi, oft með skelfilegum afleiðingum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur sagði meðal annars frá því að mómæli Gulvestunga hafa haldið áfram sleitulaust hverja helgi í 40 vikur, Gulvestungar krefjast byltingar en lítið sem ekkert sé fjallað um mótmælin í fjölmiðlum og þöggun einkenni fjölmiðla um mótmælin

mótmælin hafa ekkert verið í fréttum í Evrópu í nokkurn tíma og í millitíðinni hefur Macron sent sérsveitir á mómælendur til þess að ganga í skrokk á þeim. og menn hafa slasast, misst augu, hönd eða jafnvel fót, en ekkert fjallað um þetta, það er auðvitað elítan, Evrópusambandið og glóbalistar sem banna umfjöllun um þetta

Lög sett sem banna mótmæli


Emanuel Macron forseti sem mótmælin beinast gegn hefur brugðist hart við mótmælunum, meðal annars með því að úthrópa mótmælendur hryðjuverkamenn en fyrir tveimur dögum tók steininn úr

þá voru samþykkt lög sem banna öll mótmæli í Frakklandi nema þau mótmæli sem hafa farið í gegnum sérstakt og mjög bjúrókratísk kerfi og fengið þannig leyfi, þarna er verið að brjóta þau mannréttindi að fá að mótmæla og þeir sem brjóta gegn þessum lögum geta átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi, „,segir Guðmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila