Til þess að draga úr losun koltvísýrings hefur Frakkland núna bannað flug á þeim svæðum, þar sem lestarleiðir eru aðgengilegar á styttri vegalengdum. Gagnrýnendur lýsa aðgerðunum sem táknrænum bönnum sem lítil sem engin áhrif hafa á heildarlosun.
Lögin eiga að taka gildi tveimur árum eftir að þingmenn ákváðu að banna farþegaflug, þegar hægt er að fara sömu leið með lest á innan við tvær og hálfa klukkustund. Bannið nær til nánast alls flugs á milli Parísar og borga eins og Nantes, Lyon og Bordeaux. Tengiflug verður ekki fyrir áhrifum að sögn BBC.
Vilja banna allt farþegaflug ef lestarferðir taka minni en fjóra tíma
Gagnrýnendur segja að bannið muni ekki breyta miklu varðandi kolefnislosun. Laurent Donceel, bráðabirgðastjóri iðnaðarsamsteypunnar Airlines for Europe (A4E), sagði við AFP fréttastofuna: „að banna þessar ferðir mun aðeins hafa lágmarksáhrif á kolefnislosun.“ Hann segir, að ríkisstjórnir ættu þess í stað að styðja „raunverulegar þróunarlausnir.“
Franski borgarasamningurinn um loftslagsmál, sem Emmanuel Macron forseti bjó til árið 2019, leggur til að farþegaflug verði bannað á leiðum, þar sem lestarferðir styttri en fjórar klukkustundir eru aðgengilegar. Þetta var stytt í tvær og hálfa klukkustund eftir mómæli m.a. flugfélaganna Air France og KLM.