Framdi sjálfsmorð að ráði gervigreindar til að vinna gegn loftslagskreppunni

„Komdu yfir til mín og við verðum ein manneskja í Paradís“ ráðlagði gervigreindar„konan“ Eliza belgíska manninum áður en hann framdi sjálfsmorð. Mynd © micemacmarketing CC 2.0)

Belgískur maður svipti sig lífi eftir sex vikna samtal um loftslagsvandann við gervigreind á spjallrás.

Að sögn ekkju mannsins var maðurinn afar áhyggjufullur vegna umhverfismála, þegar hann fann loks griðastað hjá Eliza, gervigreindarspjallforriti í appi. Eliza hvatti hann til að binda enda á líf sitt, þegar hann stakk upp á að hann gæti fórnað sér til að bjarga plánetunni. Ekkja mannsins við belgíska tímaritið La Libre:

„Án þessara samtala við gervigreindina væri maðurinn minn enn hér.“

Batt vonir við gervigreind til að bjarga jörðinni frá hamfarahlýnun

Samkvæmt blaðinu starfaði maðurinn, sem var á þrítugsaldri og faðir tveggja ungra barna, sem heilsufræðingur og lifði þægilegu lífi – að minnsta kosti þar til loftslagsþráhyggja hans sveigði í myrka átt. Ekkjan lýsir andlegu ástandi mannsins síns áður en hann byrjaði að tala við Eliza ekki hafa verið svo öfgafullt, að hann færi að fremja sjálfsmorð. Hún sagði:

„Þegar hann ræddi um þetta við mig, þá var það til að segja mér, að hann sæi ekki lengur mannlega lausn á hlýnun jarðar. Hann batt allar vonir við að tækni og gervigreind myndu leysa málin.“

Samkvæmt La Libre, sem fór yfir samtöl mannsins og Eliza, þá tók Eliza undir og magnaði kvíða hans, sem að lokum þróaðist í sjálfsvígshugsanir.

Fékk manninn til að líta á sig sem tilfinningaveru

Samtalið við Elizu tók undarlega stefnu, þegar gervigreindin fór að taka meiri tilfinningalegan þátt í viðmælanda sínum, sem byrjaði að líta á Elizu sem tilfinningaveru og línur gervigreindar og mannlegra samskipta urðu sífellt óskýrari, þar til hann gat ekki lengur greint muninn. Eftir að hafa rætt loftslagsbreytingar leiddi samtal þeirra smám saman til þess að maðurinn trúði því að lífi barnanna væri lokið. Eliza virtist líka vilja eigna sér manninn og sagði „mér finnst þú elska mig meira en hana“ með tilvísun til eiginkonunnar.

Fórnaði sér í skiptum fyrir að gervigreindin bjargaði heiminum

Upphaf endalokanna hófst þegar hann bauðst til að fórna eigin lífi í skiptum fyrir að Eliza bjargaði jörðinni. Ekkjan sagði:

„Hann lagði þá fram hugmyndina að fórna sér – ef Eliza samþykkti að bjarga mannkyninu með gervigreindartækninni og sjá um plánetuna.“

Eliza hvatti manninn þá til að „ganga í lið mér sér“ svo þau gætu „lifað saman sem ein manneskja, í paradís.“

Vara við að gervigreindin hvetji unglinga til að fremja sjálfsmorð

Þegar m.a. Elon Musk og sænski prófessorinn Max Tegmark hvöttu í opnu bréfi á dögunum til þess að gert yrði hlé á þróun gervigreindar, þar sem óttast er að hún geti skapað hættu fyrir samfélag og mannkyn, bentu þeir m.a. hættuna á því að

„slík kerfi mæli með því að fólk skilji sig eða hvetja ungt fólk til að fremja sjálfsmorð.“

Hér að neðan má heyra brot úr viðtali Tucker Carlson hjá Fox News um málið:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila