Framkvæmd aldursgreininga hælisleitenda fundinn farvegur

Birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð sem gerir ráð fyrir að komið verði á fót nefnd sem sér um aldursgreiningar á hælisleitendum sem hingað koma en oft leikur vafi á aldri þeirra.

Lagt er til að nefndin verði skipuð fagfólki með þekkingu á aldursgreiningum á sviði réttartannlækninga. Þegar Útlendingastofnun telur þörf á að framkvæmd verði aldursgreining í samræmi við ákvæði laga yrði slíkri beiðni beint til nefndarinnar sem síðan skilaði niðurstöðum sínum, f.h. ríkislögreglustjóra, til Útlendingastofnunar.

Með reglugerðinni framkvæmd aldursgreininga fundinn farvegur innan stjórnsýslunnar og þeirri óvissu, sem varað hefur undanfarin ár um framkvæmdina, eytt. Ráðuneytið telur margt mæla með því að framkvæmd aldursgreininga verði fundinn staður hjá embætti ríkislögreglustjóra sem nú þegar sinnir verkefnum sem snúa að framkvæmd Útlendingastofnunar með beinum hætti auk þess að kennslanefnd er nú þegar starfrækt á vegum ríkislögreglustjóra.

Skoða má reglugerðina með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila